news

Vökuvellir- Textar sem við syngjum á deildinni

04. 11. 2022

Lög sem við erum að syngja á vökuvöllum þessa dagana

Húsdýrin

Nú skal syngja um kýrnar sem baula hátt í kór

Þær gefa okkur mjólkina

svo öll við verðum stór

Mjólk, Mjólk, Mjólk, Mjólk, Mjólk

Mu mu mu, mu mu mu mu

Nú skal syngja um hænsnin

sem gagga endalaust.

Þau gefa okkur eggin

svo öll við verðum hraust.

Egg, egg, egg, egg, egg.

Ga, ga, gó, osfrv.

Nú skal syngja um lömbin

sem jarma sætt og blítt.

Þau gefa okkur ullina

svo okkur verði hlýtt.

Ull, ull, ull, ull, ull.

Me, me, me, osfrv.

Fiskalagið

Hafið þið heyrt söguna um fiskana tvo.

Þeir ævi sína enduðu í netinu svo.

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt.

Ba ba bú bú ba ba bú

Ba ba bú bú ba ba bú

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt.

Annar hét Gunnar og hinn hét Geir.

Þeir voru pínulitlir báðir tveir.

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt.

Ba ba bú bú ba ba bú

Ba ba bú bú ba ba bú

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt

Litli óli í skógi

Litli Óli í skógi.
Milli trjánna hann reikar.
Og svo allt í einu sér hann,
stóran björn.
Aaaaaaaaaaaaaaahh
,,Holli rassi hía,
holli rassi hí, grr grr” (x3)
Holli rassi hía hú.
Litli Óli í skógi.
Milli trjánna hann reikar.
Og svo allt í einu sér hann,
einn risa stórann hund.
Aaaaaaaaaaaaaaahh
,,Holli rassi hía,
holli rassi hí, grr grr, hah hah” (x3)
Holli rassi hía hú.
Litli Óli í skógi.
Milli trjánna hann reikar
Og svo allt í einu sér hann,
stóra mjólkurkú.
Aaaaaaaaaaaaaaahh
,,Holli rassi hía,
holli rassi hí, grr ,grr, hah hah, tss tss” (x3)
Holli rassi hía hú.
Litli Óli í skógi
milli trjánna hann reikar
og allt í einu sér hann,
sæta mjaltarstúlku
Aaaaaaaaaaaaaaahh
,,Holli rassi hía,
holli rassi hí, grr grr, hah hah, tss tss, atjúkku tjú” (x3)
Holli rassi hía hú.

Karlinn í tunglinu

Það bjó einn karl í tunglinu, tunglinu, tunglinu,
það bjó einn karl í tunglunu og hann hét Eikartré.
Hárið var úr hafragraut, hafragraut, hafragraut,
hárið var úr hafragraut og hann hét Eikartré.
Augun voru úr kjötbollum, kjötbollum, kjötbollum,
augun voru úr kjötbollum og hann hét Eikartré.
Nefið var úr osti, osti, osti,
nefið var úr osti og hann hét Eikartré.
Munnurinn var úr pizzu, pizzu, pizzu,
munnurinn var úr pizzu og hann hét Eikartré.
Eyrun voru úr sveppum, sveppum, sveppum,
eyrun voru úr sveppum og hann hét Eikartré.
Maginn var úr appelsínu, appelsínu, appelsínu,
maginn var úr appelsínu og hann hét Eikartré.
Handleggirnir voru úr gulrótum, gulrótum, gulrótum,
handleggirnir voru úr gulrótum og hann hét Eikartré.
Fæturnir voru úr súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði,
fæturnir voru úr súkkulaði og hann hét Eikartré.
Tærnar voru úr rúsínum, rúsínum, rúsínum,
tærnar voru úr rúsínum og hann hét Eikartré.
Rassinn var úr hlaupi, hlaupi, hlaupi,
rassinn var úr hlaupi og hann hét Eikartré.

Tröllalagið

Hérna koma nokkur risa tröll. Hó! Hó!

Þau öskra svo það bergmálar um fjöll. Hó! Hó!

Þau þramma yfir þúfurnar

svo fljúga burtu dúfurnar,

en bak við ský er sólin hlý í leyni

hún skín á tröll, þá verða þau að steini!

Upp á grænum hól

Upp á grænum, grænum himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu
- bomm, bomm, bombarombommbomm!
Hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
sem miðaði í hvelli!
En hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi’ og sagði lækni’ að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku’ og sinn hatt,
hann bankaði’ á hurðina rattatatata.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,
,,hún strax skal í rúmið og ekkert raus.”
Hann skrifaði’ á miða hvaða lyf hún skildi fá.
,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.”

Lonníetturnar

Ég lonníetturnar lét á nefið

svo lesið gæti ég frá þér bréfið.

Ég las það oft og mér leiddist aldrei

því lifað gæti ég ei án þín.

La la la la la la, ljúfa

La la la la la la, ljúfa.

Ég las það oft og mér leiddist aldrei

því lifað gæti ég ei án þín.

Krúsilíus

Kannastu við köttinn minn?
Hann klókur er en besta skinn.
Hann er stærri en hestur
og stærri en hús.
Já, kötturinn minn heitir krús, krús, krús.
Krúsilíus.

Hann er gulur og grænn og blár
Galdraköttur í húð og hár.
Og ég veit hvað hann syngur
og víst er það satt
að Krúsilíus, hann á köflóttan hatt.
Krúsilíus.

Krúsilíus kynlegur er
og klórar oft í tærnar á mér.
Hann vill aldrei fisk
er með væl og pex
og segist bara vilja súkkulaðikex.
Krúsilíus

Og ekki nennir hann að elta mýs
Því alla daga vill hann rjómaís.
hann er alltaf að stækka
en enginn það sér
Því Krúsilíus býr í kollinum á mér.
Krúsilíus.

Við erum góð

(Lag: Grænt, grænt, grænt er..)

Við erum góð, góð hvort við annað.
stríðum ekki eða meiðum neinn.
Þegar við grátum huggar okkur einhver,
Þerrar tár og klappar okkar kinn. (2x)

babú, babú

Babú, babú brunabíllinn flautar

hvert er hann að fara?

vatn á eldinn sprauta

tss, tss, tss

gerir alla blauta

Mjámjá, mjámjá, mjálmar gráa kisa

hvert er hún að fara?

útí skóg að ganga

uss, uss, uss

skógarþröst að fanga

Bíbí, bíbí, skógarþröstur syngur

hvert er hann að fara?

burt frá kisu flýgur

víí, víí,víí

um loftin blá hann smýgur

Apinn og krókudíllinn

Fimm litlir apar sátu upp í tré
þeir voru að stríða krókódíl
þú nærð ekki mér
þá kom hann herra krókódíll
hægt og rólega og hamm……..
4 litlir, 3 litlir, 2 litlir 1 lítill

Apalagið

Það var einu sinni api
í ofsa góðu skapi.
Hann þoldi ekki sultinn
en fékk sér banana.
Bananana, (smell, smell),
bananana, (smell, smell).
Bananana, bananana, bananana
(smell, smell)

Það var í örkinni hans Nóa
að dýrin fóru að róa.
Hestur, hundur, hæna
og líka krókódíll.
Krókókódíll (smell, smell),
Krókókódíll (smell, smell).
Krókókódíll, krókókódíll, krókókódíll
(smell, smell)

Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Út með skóflu og fötu
en ekki út á götu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að týna rusl
má ég ekki týna,
fylla poka mína
mig langar svo, mig langar svoað eiga hreina jörð

Skýin

Við skýin felum ekki sólina af illgirni,

við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.

Við skýin sjáum ykkur hlaupa, úúúps.

Í rokinu

Klædd gulum rauðum grænum bláum regnkápum,

Eins og regnbogi meistarans.

regnbogi meistarans.

Við skýin erum bara grá, bara grá.

Á morgun kemur sólin

hvar verðum við skýin þá?

Gráðug kerling

Gráðug kelling hitaði sér velling
og borðaði (namm, namm, namm)
síðan sjálf (jamm, jamm, jamm)
af honum heilan helling.

Svangur kallinn varð alveg dolfallinn
og starði svo (sko, sko, sko)
heilan dag (o, ho, ho)
ofan í tóman dallinn.

Pálína með prikið

Pálína með prikið,
potar sér gegnum rykið,
rogast hún með rjóma,
rembist hún með smjör.
Þetta verður veisla,
vítamín og fjör.
Pálína með prikið.

Pálína með pakkann,
pjakkar heim allan bakkann.
Vertu ekki vond þótt
vísan sé um þig.
Pálína með pakkann
passar fyrir mig.
Pálína með pakkann.

Óli fór til Bertu

Óli fór til Bertu bakarístertu

og bað hana að kyssa sig.

Þá sagði Berta bakarísterta:

Bara ef þú elskar mig.

Þá sagði Óli, sem var á hjóli:

Berta ég elska þig.

Þá sagði Berta bakarísterta:

Þá máttu kyssa mig.

Norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur súlutindur,
ef ég ætti útikindur,
mundi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
:,: Úmbarassa, úmbarassa
úmbrassasa :,:

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur,
einn með poka ekki ragur,
úti vappa heims um ból,
góðan daginn og gleðileg jól
:,: Úmbarassa, ……


Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman

þar leika allir saman

leika úti og inni

og allir eru með.

Hnoða leir og lita

þið ættuð bara að vita

hvað allir eru duglegir

í leikskólanum hér.

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,

kallar á nafna sinn.

Ég fann höfuð af hrúti,

hrygg og gæru skinn.

:,:Komdu nú og kroppaður með mér

krummi nafni minn.:,:


Naustatjörn

Naustatjörn ó Naustajörn

Já það er skólinn minn

Þar er got að vera

Ýmislegt að gera

Naustatjörn, ó naustatjörn

já það er skólinn minn


Apinn, froskurinn og eðlan

Ding,dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Ding,dong sagði lítill grænn froskur
Ding,dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Og svo líka ding,dong,dongi,dongi,dongi,
dongi,dong.

Uhm,eh, sagði lítil græn eðla einn dag
Uhm,eh, sagði lítil græn eðla
Uhm,eh, sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka uhm,eh,ull,ull,ull,ull,ull.

King kong sagði stór svartur api einn dag
King kong sagði stór svartur api
King kong sagði stór svartur api einn dag
og svo líka king kong,kone,konge,konge,
konge,kong.

Ég heyri svo vel

Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,
ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa,
ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa,
heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast,
heyri hjartað slá.

Vikan og mánuðirnir

Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur og fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur
og þá er vikan búin.

Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.

Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund

Þú skalt klappa....

Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund,

þú skalt klappa ef þú hefur létta lund,

þú skalt klappa allan daginn,

svo það heyrist út um bæinn.

Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund.

(stappa, hoppa, smella...)

Afi min og amma mín

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi,
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.

Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa,
þau eru bæði þæg og fín,
þangað vil ég fljúga.

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann,
þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan.

Nammilagið

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó

Rosalegt fjör yrði þá

Ég halla mér aftur með tunguna út

Uhuuhuuhuhuhuhuh

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó

Rosalegt fjör yrði þá

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí

Roslaegt fjör yrði þá

Ég halla mér aftur með tunguna út

Uhuuhuuhuhuhuhuh

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí

Roslaegt fjör yrði þá

Ef snjórinn væri úr sykurpúðapoppi

Rosalegt fjör yrði þá

Ég halla mér aftur með tunguna út

Uhuuhuuhuhuhuhuh

Ef snjórinn væri úr sykurpúðapoppi

Rosalegt fjör yrði þá

Einnig erum við að hlusta á grýluvísu og jólaköttinn sem finna má á youtube

Svo eru einnig lagið um dýragarðinn vinsælt sem við tengjum við lubbahljóðin

Ég fór í dýragarð í gær

og gettu hvað ég sá.

Ég fór í dýragarð í gær

og gettu hvað ég sá.

F-F-F-F

Fílinn þar ég sá!!

e-e-e-e

eðlu það ég sá

og svo framvegis ;)

© 2016 - 2024 Karellen