Naustatjörn er leikskóli staðsettur við Hólmatún 2 í Naustahverfi og rekur Akureyrarbær skólann. Skólinn hóf starfsemi í nýju húsnæði 18. ágúst 2003. Fyrstu árin voru fjórar deildir við skólann, 18. ágúst 2009 opnaði fimmta deildin og 7. ágúst 2012 bættist sjötta deildin við í húsnæði Naustaskóla. Í Naustatjörn eru 130 rými fyrir 18 mánaða til sex ára börn.

Tölulegar upplýsingar veturinn 2020 - 2021.

Fjöldi barna er 131 börn, 64 drengir og 67 stúlkur.

  • Fjöldi barna fædd 2015 er 27
  • Fjöldi barna fædd 2016 er 30
  • Fjöldi barna fædd 2017 er 31
  • Fjöldi barna fædd 2018 er 37
  • Fjöldi barna fædd 2019 er 7

Dvalarstundir fyrir haustið eru áætlaðar 1047 en flest börn eru í 8,0 tíma vistun eða meira. Boðið er upp á fjögurra til átta tíma vistun en að auki er hægt að kaupa 15 mínútur fyrir og eftir heila klukkustund. Skólinn reynir að koma til móts við þarfir foreldra hvað dvalartíma varðar en ekki er víst að hægt sé að koma til móts við allar óskir. Virða verður þann dvalartíma sem samið er um á hverjum tíma.

Sérkennsla við skólann er í heildina 4,40% staða sem skiptist á milli sérkennslustjóra og sérkennsluteymis sem bæði sinnir einstaklingskennslu og stuðningi við deildir.

12 börn eru tvítyngd frá 9 löndum. Börnin eiga foreldra frá eftirtöldum löndum; Þýskalandi, Póllandi, Danmörku, Marokkó, Finnlandi, Nígeríu, Kína, Rússlandi og Tékklandi.

Heildarfjöldi stöðugilda næsta skólaár er áætlaður 29,20 en fjöldi starfsmanna 35. Hlutfall fagmenntunar í stöðugildum á deild er 15,38 af 20,51 eða 75%.

© 2016 - 2024 Karellen