Akureyrarbær er rekstaraðili Naustatjarnar.

Fræðsluráð fer í umboði bæjarstjórnar Akureyrar með stjórn leikskólamála bæjarins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn lætur þau mál til sín taka. Ráðið er kosið af bæjarstjórn. Fræðslustóri situr fundi Fræðsluráðs með málfrelsi og tillögurétt.

Einn fulltrúi foreldra, tilnefndur á sameiginlegum fundi fulltrúa foreldrafélaga frá hverjum leikskóla, og einn fulltrúi starfsmanna leikskóla hafa jafnframt rétt til setu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Fræðsluráð mótar stefnu bæjarins í leikskólamálum.

Fræðslusvið Akureyrarbæjar fer með yfirstjórn leikskóla; fjármál, áætlanagerð, innritun barna, skipulagsmál og ráðgjöf. Fræðslustjóri er æðsti yfirmaður skólamála.


© 2016 - 2024 Karellen