Um foreldraráð leikskóla segir í 11. grein laga um leikskóla (sjá HÉR)

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Starfsreglur Foreldraráðs, yfirfarnar 23.11.2021.

 • Fjöldi funda. Einn fundur er í október og einn fundur er í febrúar/mars ár hvert. Annars er boðað til fjarfunda eftir þörfum. Bæði fulltrúar foreldra og skólastjórnendur geta boðað til aukafunda.
 • Aðgengi annarra foreldra að fundargerðum. Fundargerðir hvers fundar eru sendar foreldraráði til samþykktar. Eftir samþykkt eru fundargerðir settar á heimasíðu skólans og slóð send til foreldra í netpósti. Því eru fundargerðir aðgengilegar öllum foreldrum.
 • Mál til umsagnar. Foreldraráð gefur m.a. umsagnir um Skólanámskrá, Foreldrahandbók og skóladagatal. Einnig um allar meiri háttar breytingar á skólastarfinu.

Foreldraráð Naustatjarnar veturinn 2022 - 2023.

 • Formaður: Anna Rósa Halldórsdóttir - foreldri á Tjarnarhóli - annarosah hjá simnet.is
 • Varaformaður: Steinunn Karlsdóttir - foreldri á Fífilbrekku - steinunnk hjá gmail.com
 • Meðstjórnandi: Elva Gunnlaugsdóttir - foreldri á Tjarnarhóli - elvagunn hjá gmail.com
 • Ritari: Aðalheiður Hreiðarsdóttir og Inga Bára Ragnarsdóttir.

Fulltrúar skólans í foreldraráði eru skólastjórnendur,

 • Inga Bára Ragnarsdóttir
 • Netfang: ingabara@akmennt.is
 • Aðalheiður Hreiðarsdóttir
  Netfang: adda@akmennt.is

Fundargerðir foreldraráðs.

16. fundur 01.07.20.


© 2016 - 2024 Karellen