Lykilhugtök.

Virðing endurspeglast í þeirri kurteisi sem fólk sýnir hvert öðru, hvernig það talar við aðra og um það og hvernig það fer með eigur annarra. Tal og framkoma sem einkennist af virðingu veitir fólki þá reisn sem því ber.
Góðvild er að sýna væntumþykju og hlýju í verki en ekki að skamma, niðurlægja eða lesa yfir öðrum.
Festa felst í því að standa við það sem sagt er og sjá til þess að fyrirfram ákveðnum verkefnum verði lokið.


Grunnþarfir.

Að tilheyra/skipta máli og vera einhvers virði. Mikilvægt er fyrir börnin að vita að þau séu viðurkennd fyrir það hver þau eru í stað þess að einblínt sé á hvað þau geta eða hvernig þau hegða sér.
Skilningur á eigin getu eða hæfileikum. Börn átta sig á eigin getu og hæfileikum þegar þau fá tækifæri til að spreyta sig sjálf og æfa ákveðna færni eða getu. Þegar þau upplifa hvað þau ráða við eykur það skilning þeirra á eigin getu og hæfileikum.
Persónulegt vald og sjálfstæði. Þegar börn fá tækifæri til að leita lausna, læra lífsleikni, sýna virðingu og vinna með öðrum upplifa þau persónulegt vald og sjálfstæði.
Félagsfærni og lífsleikni. Börn þurfa kennslu í samskiptum og félagsfærni auk kennslu í lífsleikni. Með kennslu og æfingu öðlast þau færni. Vandamál leysast á mun auðveldari hátt þegar börnin taka þátt í lausnaleit.

Leitum lausna

Kennum börnum lífsleikni




© 2016 - 2024 Karellen