Verkfæri Jákvæðs aga hjálpa okkur að forðast refsingar, ofverndun, stjórnun, valdabaráttu, ósjálfstæði eða hefnd.

Verkfæri fyrir 0-3 ára börn.

  • Náðu tengingu við börn áður en þú leiðréttir hegðun þeirra
  • Sýndu góðvild og festu
  • Hafðu í huga að agi er kennsla
  • Ákveddu til hvers þú ætlast
  • Segðu börnum hvað þau geta gert í stað þess að segjaþeim hvað þau geta ekki gert
  • Veittu aðhald og eftirfylgni með góðvild og festu
  • Hvettu til tilrauna og hrósaðu fyrir framfarir, ekki eingöngu fyrir árangur
  • Notaðu griðastaðinn og leggðu áherslu á að kenna börnum að nota hann til að ná stjálfsstjórn þegar þau eru í ójafnvægi
  • Skapaðu venjur og hafðu börnin með í ráðum
  • Gefðu tíma til æfinga
  • Notaðu opnar spurningar, hvað hvernig hvers vegna og hlustaðu vel eftir sjónarmiðum barnanna
  • Bjóddu afmarkaða (tvo) valkosti
  • Hafðu í huga að upplifun einstaklinga getur verið ólík
  • Notaðu sem fæst orð – 10 að hámarki
  • Hlustaðu
  • Skapaðu venjur með börnunum (heima og í skóla)
  • Búðu til leiki
  • Taktu þátt með börnunum
  • Óskaðu eftir aðstoð
  • Eigðu gæðastundir með börnunum
  • Hugsaðu vel um þig
  • Faðmlög, faðmlög, faðmlög


Verkfæri fyrir 3 ára börn og eldri.

  • Þegar börnin og við sjálf gerum mistök, drögum lærdóm af þeim og ræðum opinskátt. Mistök eru tækifæri til að læra
  • Hafðu barnafundi reglulega
  • Sýndu börnunum að þér þyki vænt um þau
  • Vertu sjálfum þér samkvæm/ur, ef þú segir eitthvað verður þú að geta staðið við það. Forðastu innantómar hótanir
  • Framkvæmdu í stað þess að tala
  • Fáðu börnunum hlutverk. Það eykur ábyrgðartilfinningu þeirra, þau finna að þau eru hluti af heild og skipta máli
  • Forðastu umbun og refsingu
  • Taktu lítil skref í einu
  • Notaðu lausnahjólið
  • Lausnaleit. „Ég er viss um að þú/þið getið fundið út úr þessu. Láttu mig vita þegar þú/þið hafið fundið lausn“
  • Mundu eftir mismunandi ástæðum hegðunar. Notaðu töfluna og æfðu þigí að finna ólíkar lausnir
  • Vertu hreinskilin/n „Mér finnst ... að því að ... og ég vildi óska...“
  • Speglaðu: „Ég tek eftir að ...“
  • V-A-L. Viðurkenna – Afsaka – Leita lausna
  • Bjóddu upp á sameiginlega lausnaleit með ásættanlegum tímamörkum
  • Notaðu vingjarnlegt augnsamband/ bros/ ábendingar án orða
  • Settu alla í sama bátinn. Hlustaðu á sjónarmið allra
  • Varastu að bjarga málum. Spurðu börnin hvernig þau ætla að leysa málin
  • Notaðu húmor á góðlegan hátt og með virðingu
  • Það getur verið gott að aðhafast ekkert. Leyfðu börnunum að reka sig á
  • Vertu góð fyrirmynd
  • Segðu „Nei“ í hófi
© 2016 - 2024 Karellen