Leikskólar eru ætlaðir frískum börnum, ef börnin veikjast skulu þau dvelja heima þar til þau hafa verið hitalaus í a.m.k. 1-2 sólahringa og endurheimt þrótt sinn.

Þegar börnin koma aftur í skólann eftir veikindi geta þau í undantekningartilvikum fengið að vera inni í 1 dag. Hafa foreldrar þá samráð við deildarstjóra barna sinna.

Innivera þegar börnin eru að veikjast eða eru slöpp ekki leyfð. Ástæðan er sú að börnin smita önnur börn mest þegar þau sjálf eru að veikjast.


Nánari upplýsingar varðandi veikindi leikskólabarna og lyfjagjafir frá Heilsugæslunni á Akureyri eru Hér

Akureyri 10. nóvember 2021

Valur Helgi Kristinsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar á Akureyri

Eygló Sesselja Aradóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómum barna


© 2016 - 2024 Karellen