Lög foreldrafélags Naustatjarnar: Eftir breytingar 18.09 2018:

  1. gr. Nafn félagsins er Foreldrafélag Naustatjarnar, kt. 590504-3190
  2. gr. Félagar eru allir foreldrar eða forráðamenn barna á Naustatjörn, félagið er einnig opið starfsfólki leikskólans.
  3. gr. Tilangur félagsins er: a) að stuðla að velferð barna á Naustatjörn b) að styrkja samskipti og samstarf foreldra/forráðmanna barnanna og starfsfólksins.
  4. gr. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skipa skal 5 manns til minnst 2 ára í senn.
  5. gr. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.
  6. gr. Lögum félagsins má einungis breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi þrem dögum fyrir auglýstan aðalfund.
  7. gr. Aðalfundur skal haldinn að hausti ár hvert og skal til hans boðað með 10 daga fyrirvara til þess að hann teljist löglegur.
  8. gr. Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi og skal það innheimt að hausti.


© 2016 - 2024 Karellen