Naustatjörn er opin frá 07:45 - 16:15 alla virka daga.

Dvalartími: Börnin eru í allt frá 4 tímum upp í 8 tíma vistun. Að auki er hægt að kaupa fimmtán mínútur, fyrir og eftir heila klukkustund. Reynt er að koma til móts við þarfir foreldra hvað dvalartíma varðar en ekki er víst að hægt sé að koma til móts við allar óskir. Virða verður þann dvalartíma sem samið er um á hverjum tíma.

Í dvalarsamningi stendur. „Foreldrar eru beðnir að láta vita ef einhver ókunnugur sækir eða kemur með barnið í leikskólann en af öryggisástæðum þarf viðkomandi að vera a.m.k. 12 ára.“

  • Börn eru eingöngu afhent foreldrum þegar þau eru sótt.
  • Foreldrum ber að láta kennara viðkomandi deildar vita þegar þeir sækja börnin.
  • Ef aðrir en foreldrar sækja börnin verða skilaboð þess eðlis að hafa komið frá foreldrum, annað hvort í upphafi dags, í símtali eða með sms skilaboðum. Ef foreldrar hringja á að senda símann inn á viðkomandi deild til að koma í veg fyrir að skilaboð týnist eða misfarist.


Lokað er 48 kl.st. á ári vegna starfsmannafunda, skipulagsdaga og námskeiðsdaga starfsfólks.

LOKUNARDAGAR á skóladagatali 2021 - 2022

Fimmtudagur 16. september 08:00 - 16:00

Föstudagur 17. september 08:00 - 16:00

Föstudagur 12. nóvember

Mánudagur 4. janúar kl. 08:00-16:00

Föstudagur 18. febrúar frá 12:00 - 16:00

Föstudagur 29. apríl frá 12:00 - 16:00

Miðvikudagur 25. maí 08:00-16:00

(Lokað fimmtudag 26. maí uppstigningardagur.)

Föstudagur 27. maí 08:00-16:00

Föstudagur 7. maí 12:00 - 16:00

© 2016 - 2023 Karellen