Hvatning hjálpar börnum að þroska hugrekki; hugrekki til að læra og vaxa, hugrekki til að læra af mistökum án sektar og skammar, hugrekki til að þroska félagshæfni og lífsleikni. Hvatning þarf að vera nákvæm en ekki óljós, „þú byggðir stóran turn, sjáðu hvað þú þurftir að teygja þig mikið til að geta sett efstu kubbana í turninn því hann er stærri en þú“. Þetta hvetur barn mun meira en að segja „þetta er aldeilis fínt hjá þér“.

Munur á milli hvatningar og hróss© 2016 - 2024 Karellen