Fullorðnir finna fljótt muninn á milli þess að spyrja börn hvað gerðist, sérstaklega þegar upp koma vandamál, frekar en að segja þeim hvað gerðist eða hvernig þau eiga að hugsa.

Spurningar bjóða upp á og hvetja til skapandi hugsunar. Fyrirskipanir kenna börnum hvað þau eiga að hugsa en ekki hvernig þau eiga að hugsa. Opnar spurningar veita börnum tækifæri til að tjá sig og orða hugmyndir sínar og hugsanir.

Hvað ...

Hvernig...

Hver...

Hvers vegna...

Til unhugsunar: Hversu oft segja foreldrar/kennarar börnum hvað gerðist, hvað olli atvikinu, hvernig þeim eigi að líða út af því og hvað þau eigi að gera í stað þess að spyrja þau „Hvað gerðist“? „Hvað heldur þú að hafi valdið þessu“?, „Hvernig líður þér með þetta“?, Hvað lærðir þú af þessu“?, „Hvað gætir þú gert næst“? Mikilvægt er að beita röddinni á vingjarnlegan hátt svo barnið viti að þú viljir virkilega vita hvernig því líður, hvað það hugsar eða hefur lært af atvikinu. Ef þú gerir þetta ekki geta spurningarnar virkað ógnandi í stað hvetjandi.

Opnar spurningar

© 2016 - 2023 Karellen