news

Viðurkenning frá fræðslu og lýheilsuráði Akureyrarbæjar 2023

05. 05. 2023

Á þriðjudaginn 2 maí fékk Marzena María Kempisty viðurkenningu frá Fræðslu og lýðheilsuráði Akureyrarbæjar.

Hún fékk viðurkenningu fyrir störf sín sem Deildarstjóri á Sunnuhvoli

"Marzena María Kempisty kennir leikskólabörnum á lífið og tilveruna, sýnir þeim hlýju og væntumþykju, en um leið þá festu sem þau þurfa á að halda. Hún lætur ekkert stoppa sig og talar skýra íslensku svo börnin hlusta. Marzena er frábær, lausnamiðuð og tilbúin að gera allt til að börnunum líði vel í leikskólanum. Hún byrjar alla morgna á að taka vel á móti hverju og einu barni, bjóða góðan daginn og ræða eitthvað sem vekur áhuga hjá börnum. Hún þekkir öll börnin vel og man eftir merkilegum viðburðum í lífi þeirra og sýnir þeim áhuga"

Innilega til hamingju með þessa viðurkenningu Marzena


© 2016 - 2024 Karellen