news

Huldusteinn - vikan 1. - 5. nóvember

05. 11. 2021

Góðan daginn kæri foreldrar

Þessi vika var fyrsta vikan í nóvember og er hún búin að vera aldeilis skemmtileg en mjög afslöppuð hjá okkur á Huldusteini. Mikil veikindi eru að ganga núna og hafa dagarnir bara verið rólegir þessa vikuna. Við byrjuðum mánudaginn á því að halda áfram með haustmyndirnar. Þær eru komnar upp á vegg hjá okkur fyrir utan deildina og erum við mjög ánægð með útkomuna. Þriðjudagurinn og miðvikudagurinn voru rólegir hjá okkur. Drekahópur og Íshópur fóru á barna fund og var umræðan þessa vikuna kurteisi og virðing. Við erum núna að æfa okkur í að þakka fyrir matinn þegar við erum búin að borða. Umræðan var mjög skemmtileg og erum við öll að æfa okkur í því að vera kurteis hvort við annað. Á fimmtudaginn fór Íshópur í ævintýraferð. Hópurinn labbaði um hverfið og skoðaði hvar heimilin þeirra eru. Við tókum myndir við útidyrahurðina og ætlum síðan að vinna verkefni með þær eftir áramótin. Á föstudeginum var mjög gott veður og vorum við lengi úti fyrir hádegi. Þegar við komum inn héldum við upp á eitt afmæli og enduðum svo á því að fá grjónagraut í hádegismatinn sem er í miklu uppáhaldi hjá öllum.

Takk fyrir skemmtilega viku sjáumst hress á mánudaginn.

© 2016 - 2022 Karellen