news

Búðargil- fréttir vikan 22-26 nóvember

26. 11. 2021


Góðan daginn kæru foreldrar

Í þessari viku byrjuðum við á jólaföndri og að vinna í jólagjöfunum til ykkar sem þeim fannst mjög spennandi

Fjölskyldutrjánum okkar hefur verið að fjölga þessa viku og er það mjög jákvætt og hlökkum við til að fá myndir frá fleirum.

Við höfum verið að fara yfir lubbahljóðin okkar í samveru og eru þau orðin mjög góð í að þekkja hljóðin sín, einnig vorum við að hlusta á grýlu kvæði og jólaköttinn svo eitthvað sé nefnt

Á föstudag var rauður dagur og opið milli Huldusteins og Búðargils og lékum okkur með kubba og dúkkur og svo vorum við að lita og perla J skemmtilegur dagur

Við höfum verið æfa okkur að syngja jólalög

Aðventar byrjar svo í næstu viku og þá gerum við margt skemmtilegt

Vegna aðstæðna verður ekki hefðbundið jólaföndur með foreldrum í ár, í staðinn ætlum við að hafa kósy jólaföndur 3 des sem verður sameiginlegt með Huldusteini

Lesdrekinn okkar klárast svo á þriðjudaginn því er síðasti séns að taka miða á þriðjudaginn :)

takk fyrir vikunar

Hérna koma nokkur lög sem við höfum verið að syngja

Bráðum koma jólin

Skín í rauðar skotthúfur

Skuggalangan daginn

Jólasveinar sækja að

Sjást um allan bæinn

Ljúf í gleði leika sér

Lítil börn í desember

Inn í frið og ró

Úti í frost og snjó

Því að bráðum koma jólin

Bráðum koma jólin


Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö

Sjö syni átti Adam

Hann sáði, hann sáði

Hann klappaði saman lófunum

Hann stappaði niður fótunum

Hann ruggaði sér í lendunum

Og snéri sér í hring

Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar ganga um gátt

með gildan staf í hendi

móðir þeirra hrýn við hátt

og hýðir þá með vendi

Uppá hól
stend ég og kanna;
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.

Í skóginum stóð kofi einn

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn.
"Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!
"Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.

En veiðimaður kofann fann,
Jólasveinninn spurði hann;
"Hefur þú séð héraskinn
hlaupa um hagann þinn ? "
"Hér er ekki héraskott.
Haf skaltu þig á brott."

Veiðimaður burtu gekk,
og engan héra fékk.

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.

Magga litla og jólin hennar
Babbi segir, babbi segir:
"Bráðum koma dýrðleg jól".
Mamma segir, mamma segir:
"Magga fær þá nýjan kjól".
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar.
Bjart ljós og barnaspil,
borða sætar lummurnar.

Skreytum hús

Skreytum hús með greinum grænum,
tra la la la la la la la la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la la la la la la la la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la la la la la la la la.
Tendrum jól í hverju hjarta
tra la la la la la la la la.

Ungir, gamlir - allir syngja:
Tra la la la la la la la la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la la la la la la la la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la la la la la la la la.
boða frið um veröld alla

Aðventulög

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.

© 2016 - 2022 Karellen