news

Búðargil - Vikan 15-19 nóvember

19. 11. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar

Í þessari viku var bókavika og við höfum verið að tala mikið um umgengni bóka. Við erum að æfa okkur í að fara vel með bækurnar og taka bara eina í einu. Þetta hefur gengið vel og ætlum að halda þessu áfram.

Í þessari viku var ekkert skipulagt hópastarf, við vorum að vinna upp verkefni hjá þeim sem hafa verið veikir. Við vorum líka mikið úti.

Núna eru flestir að koma til baka úr veikindum og erum við glöð með það,

Núna þegar snjórinn er komin er mikilvægt að hafa góð föt, kuldaskó eða stígvél og góða ullarsokka. Einnig er gott að börnin séu í góðum vettlingum og hafi fleiri en eitt par í hólfinu

Í þessari viku byrjuðum við að æfa jólalögin og finnst börnunum það mjög skemmtilegt. Við erum einnig aðeins farin að skreyta deildina okkar. Í næstu viku byrjum við svo á jólaföndri

Takk fyrir góða viku og sjáumst hress á mánudaginn

Kær kveðja Halla, Þórhalla, Katý, Bryndís og Marín

© 2016 - 2022 Karellen