news

Seinkun á skipulagsdögum og kennarafundi í apríl og í maí

08. 04. 2020

Á skóladagatali þessa skólaárs fyrir 2019 til 2020 voru settir á skipulagsdagar 22. og 24 apríl því til stóð að fara í námsferð til Brighton á Englandi dagana 22. – 26. apríl. Ákvörðun um námsferðina var tekin í febrúar 2019. Einnig var sett á skóladagatal tveggja tíma kennarafundur 4. maí.

Foreldraráð hefur nú samþykkt í ljósi aðstæðna að þessum dögum og kennarafundi verði frestað fram á árið. Því er gert ráð fyrir hefðbundnum kennsludögum þessa fyrrnefndnu daga. Þegar foreldraráð og fræðsluráð hefur samþykkt drög að nýjum dagsetningum fyrir þá tíma sem færðir voru af vorönn verða þeir kynntir með nýju skóladagatali.

© 2016 - 2020 Karellen