Sérkennsluteymi skólans vinnur markvisst með þeim börnum sem mest þurfa mest á því að halda og eftir gagnasöfnun og þarfagreiningu er útbúin einstaklingsnámskrá fyrir börnin sem allir í teyminu vinna eftir og allir aðilar innan teymisins þekkja börnin sem fá sérkennslu.

Sérkennsla á Naustatjörn á sér bæði stað inni á deildum í litlum hópum en einnig í daglegu starfi þar sem börn læra m.a. sjálfshjálp, sjálfstæði og félagsfærni. Teymið hefur einnig til afnota herbergi sem það grípur til þegar mat teymis er að ekki sé unnt að kenna barni á fullnægjandi hátt inni á deild eða innan um önnur börn. Í þessum tilvikum skiptir ró og næði barnið miklu máli.

Teymið veitir jafnframt stuðning og ráðgjöf til kennara og foreldra og reglulega eru haldnir fundir til þess að samræma vinnubrögð.

Stjórnandi sérkennsluteymisins er Adda sérkennslustjóri og aðstoðarskólastjóri, hún hefur umsjón með sérkennslu skólans, heldur teymisfundi og heldur utan um sérkennslutíma. Teymið samanstendur af þeim aðilum sem koma að sérkennslu á einhvern hátt innan skólans en þeir eru Þórdís Eva leikskólasérkennari, Helena Rós og Kristín Brynja iðjuþjálfar og Guðrún Jóna B.S í sálfræði.

© 2016 - 2020 Karellen