Við viljum bjóða ykkur og barnið ykkar velkomin í Naustatjörn. Við vonumst eftir góðri samvinnu við ykkur því góð dagleg samskipti milli foreldra og kennara eru mikilvæg fyrir velferð hvers barns.

Fyrstu kynni barnsins af skólanum eru mikilvæg fyrir vellíðan þess og öryggi í framtíðinni. Barnið þarf að tengjast nýju fólki og getur aðskilnaður við foreldra verið sumum börnum nokkuð erfiður. Ef barnið fær góðan aðlögunartíma verður aðlögunin auðveldari bæði barninu sjálfu og foreldrum. Aðlagað er eftir hugmyndum um þátttökuaðlögun í Naustatjörn.

Hér fyrir neðan er nánar sagt frá fyrirkomulagi þátttökuaðlögunarinnar.

Fyrirkomulag þátttökuaðlögunar

Gott er að minna á að allir kennarar skólans eru bundnir þagnarskyldu.


Hér fyrir neðan er handbók fyrir foreldra með ýmsum gagnlegum upplýsingum. Vinsamlegast kynnið ykkur innihald handbókarinnar.

Foreldrahandbók 2019
© 2016 - 2020 Karellen