Gagnkvæm virðing. Fullorðnir sem sýna sjálfum sér virðingu og þeim aðstæðum sem uppi eru sýna góðvild og festu. Á þann hátt virða þeir þarfir barnsins.

Skilningur á orsökum hegðunar. Um leið og skilningur fyrir ákveðinni hegðun er fyrir hendi er mun auðveldara að breyta eða stöðva þá hegðun. Að bregðast við ástæðum hegðunar getur jafnvel verið mikilvægara en að bregðast við hegðuninni sjálfri.

Virk samskipti. Að nota opnar spurningar, hvað, hvernig, hvers vegna. Að nota virka hlustun, að heyra hvað sagt er. Að gefa börnum tækifæri til að taka þátt í samskiptum í stað þess að segja þeim hvað þau eiga að segja og gera.

Þekking og skilningur á heimi barnsins. Þegar skilningur á heimi barnsins er fyrir hendi er hægt að velja rétt viðbrögð við hegðun þess. Að vita hvar barnið er statt á þroskabraut sinni, að þekkja skapferli þess, auk félags- og tilfinningalegan þroska.

Áhersla á lausnir. Ásakanir leysa ekki vandamál. Velja þarf leiðir að lausnum. Með auknum þroska barnsins eykst samvinna í að finna jákvæðar lausnir á þeim aðstæðum sem koma upp. Leiðir að lausnum virka betur þegar börnin eru þátttakendur í ákvörðunum.

Hvatning hvetur börn til að reyna sig áfram og bæta sig en er ekki eingöngu staðfesting á góðum árangri. Hvatning hjálpar börnum að verða örugg með eigin hæfileika og getu.

Börnum gengur betur þegar þeim líður vel. Þau eru mun tilbúnari til samstarfs, að læra nýja hluti. Þau sýna hlýju og virðingu þegar þau finna hvatningu og væntumþykju. Börnum sem líður illa og finnst þau niðurlægð eða skammast sín gengur ekki vel að tileinka sér ný viðhorf eða nýja hegðun.

Okkur gengur betur þegar okkur líður vel


© 2016 - 2021 Karellen