news

Nýtt tímabil í framkvæmdaáætlun Jákvæðs aga er að byrja

25. 10. 2019

Nýtt tímabil í framkvæmdaáætlun Jákvæðs aga hefst mánudaginn 28. október og nær til föstudagsins 20. desember.

Kennarar vinna markvisst með eftirfarandi verkfæri:

­Það getur verið gott að aðhafast ekkert.Leyfa nemendum að reka sig á.

Við fullorðna fólkið rjúkum stundum inn í aðstæður í staðinn fyrir að leyfa nemendum að útkljá sín mál í friði – þeir geta oft leyst sjálfir úr málum. Þeir þurfa hins vegar að tækifæri til að læra af reynslunni og leysa úr málum. Notum þó ekki þetta verkfæri þegar við sjáum að nemendur geta ekki sjálfir leyst vandann, t.d. ef um slagsmál er að ræða, þá er alltaf gripið inn í aðstæður. Stundum er betra að við hunsum ákveðna hegðun því aðstæður geta versnað ef við skiptum okkur af. Verðum þó að vera samstillt – hvað hunsum við og hvað ekki. Sumir nemendur klaga smámál, minnum þá á að leysa málin sjálf og hjálpum þeim í lausnaleit, segjum „Hvað getur þú gert?”

­Veittu aðhald, festu og eftirfylgni með góðvild

Við þurfum að fylgja ákvörðunum og reglum eftir, við gerum það án þess að hóta, refsa eða skammast.

­Hlustaðu

Notum virka hlustun í samræðum við nemendur, hvað eru þeir í raun að segja okkur. Gefum okkur ekki hvað þeir eru að segja heldur hlustum á orð þeirra.

­Vertu góð fyrirmynd.

Nemendur læra frekar þá hegðun sem þeir sjá heldur en það sem þeir heyra. Því er afar mikilvægt að fullorðnir sýni þá hegðun og þau gildi sem þeir vilja að nemendur tileinki sér.Ef fullorðnir geta ekki haft stjórn á sjálfum sér er það ekki sannfærandi þegar þeir biðja eða skipa nemendum að gera það.Fullorðnir sem ganga ekki vel um eru ekki sannfærandi þegar þeir tala fyrir góðri umgengni o.s.frv.Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndir nemenda, gefum tóninn og vöndum framkomu okkar og hegðun.

­Taktu þátt með nemendum

Nemendur njóta þess þegar kennarar taka þátt í leik og námi. Njótum góðra stunda með nemendum þar sem frábær tækifæri gefsast til að tengjast þeim, kynnast þeirra hugarheimi og að kenna þeim um leið.

© 2016 - 2020 Karellen