news

Nýtt fyrirkomulag matseðla hefst 4. október

29. 09. 2021

Á fundi fræðsluráðs Akureyarbæjar 6. september sl. var samþykkt samhljóða breyting á fyrirkomulagi matseðla í leik- og grunnskólum bæjarins.

Sýni ehf. gerði síðasta vor úttekt á matseðlum í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar að ósk fræðsluráðs. Með hliðsjón af niðurstöðum úttektarinnar og að teknu tilliti til hugmynda matráða sem komið hafa fram á fundum með þeim síðustu tvö árin, sendi leikskólateymi fræðslusviðs erindi til fræðsluráðs um breytingar á fyrirkomulagi matseðla sem nú hefur verið samþykkt.

Breytingarnar fela m.a. í sér að matseðlarnir eru endurteknir eftir fjórar vikur í stað sjö vikna áður. Með því eykst sveigjanleiki matráða til að setja saman matseðil fyrir sinn skóla og nota þær uppskriftir sem þeir vita að falla best í kramið hjá nemendahópnum. Þannig er til dæmis fiskur á matseðlinum í viku eitt en matráðurinn ákveður sjálfur hvaða fiskur það er og hvernig hann er matreiddur. Þetta gerir það að verkum að ekki er sama útfærslan á matnum í öllum skólum. Samkvæmt tillögum að úrbótum úr samantekt skýrslu frá Sýni þarf að auka magn grænmetis og salats, tryggja að feitur fiskur sé í boði a.m.k. tvisvar í mánuði, auka hlutfall trefjaríkra matvæla og minnka hlut matvæla með mettaða fitu. Þær uppskriftir sem til eru í sjö vikna módelinu verða áfram í notkun og óskað hefur verið eftir að starfsmaður frá Sýni ehf. setji saman nýjar uppskriftir af grænmetis- og kjúklingaréttum, þrjár af hvoru. Eftir sem áður þarf að fara eftir viðmiðum Embættis landlæknis, fjárhagsáætlun hvers skóla og rammasamningum.

Nýtt fyrirkomulag mun taka í gildi um mánaðamóti september/október.

Fyrirkomulagið er eftirfarandi:

Matseðill:

Vika:

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

1

Fiskur

Grænmetis-

réttur

Kjöt

Fiskur

Blandaðir réttir

2

Kjöt

Feitur fiskur

Blandaðir réttir

Kjöt

Grænmetis-

réttur

3

Fiskur

Grænmetis-

réttur

Kjöt

Fiskur

Blandaðir réttir

4

Kjöt

Feitur fiskur

Blandaðir réttir

Kjöt

Grænmetis-

réttur

© 2016 - 2021 Karellen