news

Upplýsingabréf frá umhverfisnefnd Naustatjarnar

05. 04. 2022

Sælir kæru foreldrar

Naustatjörn hefur verið grænfánaskóli frá 2007 þegar við fengum okkar fyrsta fána og og höfum við fengið fánann 7 sinnum og vonumst eftir að fá hann í 8 skipti núna í júní 2023

Í nefndinni í ár er Þórhalla(Búðargili), Erna Sigrún (Huldusteini), Auður Ósk (Vökuvöllum),Marzena (Tjarnarhóli), Sylvía Ösp(Sunnuhvoli), Lísa Mist (Fífilbrekku) og Aðalheiður(Adda) (úr stjórnandahópnum)

Það sem við á Naustatjörn erum að gera til að passa umhverfið okkar og til að uppfylla skilyrði grænfána verkefnisins er meðal annars þetta:

Við flokkum rusl, þá á það við um mat (sem fer í urði), plast, pappír og pappa.

Berum virðingu fyrir náttúrinni í kringum okkur með því að passa tréin okkar og tína upp rusl í göngutúrum um hverfið.

Pössum að börnin fari vel með garðinn okkar

Spörum vatn með því að kenna börnum að láta vatnið ekki renna þegar við erum ekki að nota það

Notum ekki of mikla sápu þegar við þvoum okkur um hendurnar

Tökum bara eitt bréf þegar við þurrkum hendurnar og notum tusku þegar við sullum niður

Spörum rafmagn með því að slökkva ljós þegar við förum út úr herbergi

Slökkva á bílnum þegar þið komið með börnin í skólan og sækið þau til að sporna við aukinni mengun

Hugum að því að sóa minni mat með því að setja minna á diskana og fá sér frekar oftar- hugmynd hefur komið upp um að gefa hænum matarafganga. Ef þið erum með hænur eða vitið um hænur í heimahúsi megið þið endilega hafa samband

Þemað í ár er Neysla og úrgangur. Við leggjum áherslu á að nýta það sem við eigum og kenna börnum að fara vel með hluti og að ekki alltaf þurfi að kaupa nýtt

Inn í þetta þema kemur matarsóunin og er það eitthvað sem við leggjum áherslu á þessa dagana

Nánari upplýsingar má finna um verkefnið inn á heimasíðu leikskólans

https://naustatjorn.karellen.is/Skolastarfid/Umhvefismennt

og inn á heimasíðu landverndar

https://landvernd.is/graenfaninn/

Ef þið hafið spurningar endilega hafið samband

Fyrirhönd umhverfisnendar Naustatjarnar

Þórhalla Friðriksdóttir

© 2016 - 2022 Karellen