news

Huldusteinn - Lögin sem sungin eru á Huldusteini

09. 12. 2022

Hér koma helstu lögin sem við syngjum með börnunum á Huldusteini

Afi minn og amma mín

Afi minn og amma mín,út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.

Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa, Hey!

Afi minn og amma mín,
fóru út að hjóla.
Afi datt í drullupoll,
en amma fór að spóla

Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa-sa, Hey!

Allur matur

Allur matur á að fara
upp í munn og ofan í maga.
Heyrið það, heyrið það,
svo ekki gauli garnirnar

Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát.
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.

Upp á fjall

Upp, upp, upp á fjall
upp á fjallsins brún.
Niður, niður, niður, niður
alveg nið'rá tún.

Dýragarðurinn

Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá

Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá

S, s, s, s slöngu þar ég sá

S, s, s, s slöngu þar ég sá

(og áfram með fleiri dýr, nöfn á börnum eða fjölskyldumeðlimum)

(Hljóðin úr Lubba notuð. Ekki sagður stafurinn heldur hljóðið sem hann gefur frá sér)

Ding dong

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag
Ding dong, sagði lítill grænn froskur.
Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong doj jo jo jo jo.

Um a, sagði lítil græn eðla einn dag.
Um a, sagði lítil græn eðla.
Um a, sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka um a (tungan).

King kong, sagði stór svartur api einn dag.
King kong, sagði stór svartur api.
King kong, sagði stór svartur api einn dag
og svo líka king kong (barið á brjóst).

Gulur, rauður ...

Gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn bleikur banani
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár.

Fimm litlir apar

Fimm litlir apar sátu upp' í tré
þeir voru að stríða krókódíl,
þú nærð ekki mér.
Þá kom hann herra krókódíll

svo hægt og rólega og ... amm!

Fjórir litlir apar ...

Þrír litlir apar ...

Tveir litlir apar ...

Einn lítill api ...

Nammilagið

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó
Rosalegt fjör yrði þá
Ég halla mér aftur, rek tunguna út,
a-ha-a-ha-a-ha-a-ha-a-ha
rosalegt fjör yrði þá.

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí
Rosalegt fjör yrði þá
Ég halla mér aftur, rek tunguna út,
a-ha-a-ha-a-ha-a-ha-a-ha
rosalegt fjör yrði þá

Bagnsi lúrir

Bangsi lúrir, bangsi lúrir bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn, stirður eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi enginn treystir því.

Brunabíllinn, kötturinn og þrösturinn.

Ba, bú, ba, bú, brunabíllinn flautar.

Hvert er hann að fara? Vatn á eld að sprauta.

(ts- s- s- s- s). Gerir alla blauta.

Mjá, mjá, mjá, mjá, mjálmar gráa kisa.

Hvert er hún að fara? Út í skóg að ganga.

(usssssssssssss..) Skógarþröst að fanga.

Bí, bí, bí, bí, skógarþröstur syngur.

Hvert er hann að fara? Burt frá kisu flýgur.

(ff - ff - ff - ff) Um loftin blá hann smýgur.

Tröllalagið

Hérna koma nokkur risa tröll.

Hó! Hó!

Þau öskra svo það bergmálar um fjöll.

Hó! Hó!

Þau þramma yfir þúfurnar svo fljúga burtu dúfurnar,

en bak við ský er sólin hlý í leyni hún skín á tröll,

svo verða þau að steini!

Tröllalagið vol.2

Hátt upp í fjöllunum

Þar búa tröllin

Tröllamamma, tröllapabbi og litli tröllirölli

BÚH segir tröllamamma

BÚH segir tröllapabbi

En hann litli tröllarölli segir bara gúgú

En hann litli tröllarölli segir bara gúgú

Djúpt inni í skóginum

Þar búa ljónin

Ljónamamma, ljónapabbi og litli ljónsiflónsi

URR segir ljónamamma

URR segir ljónapabbi

En hann litli ljónsiflónsi segir bara mjááá

En hann litli ljónsiflónsi segir bara mjááá

Hjólin á strætó

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

hring, hring, hring, hring, hring, hring.

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

- út um allan bæinn!

Hurðin á strætó opnast út og inn,

út og inn, út og inn!

Hurðin á strætó opnast út og inn

- út um allan bæinn!

Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling,

klink, kling, kling, klink, kling, kling!

Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling

- út um allan bæinn!

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

bla, bla, bla, bla, bla, bla!

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla

- út um allan bæinn!

Börnin í strætó segja hí, hí, hí,

hí, hí, hí, hí, hí, hí!

Börnin í strætó segja hí, hí, hí

- út um allan bæinn!

Bílstjórinn í strætó segir uss, suss,

suss,

uss, suss, suss, uss, suss, suss!

Bílstjórinn í strætó segir uss, susss, suss

- út um allan bæinn!

Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb,

bíb, bíb, bíb, bíb, bíb, bíb!

Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb

- út um allan bæinn!

© 2016 - 2024 Karellen