news

Huldusteinn - vikan 25. - 26. október

29. 10. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar.

Í þessari viku var margt á dagskrá hjá okkur á Huldusteini. Á mánudaginn fórum við í hópastarf og var verkefnið þessa vikuna að föndra haustmyndir. Fyrst máluðum við mynd í haustlitum og svo límdum við laufblöð á málverkin okkar. Á miðvikudaginn mátti mæta í náttfötum og koma með bangsa en leikskólinn fagnaði alþjóðlega bangsa- og náttfatadeginum. Fyrir hádegi var opið á milli Huldusteins og Búðargils. Það var mikið fjör og enduðum við svo á því að vera með partý og dönsuðum öll saman. Eftir partýið var kósýstund inn á deild og horfðum við saman á Hvolpasveitina. Á fimmtudeginum fór Drekahópur í ævintýraferð. Við löbbuðum um hverfið og fórum upp að húsum þeirra sem búa í Naustahverfi og voru mætt í skólann. Planið er svo að fara næst í Hagahverfi og svo förum við til þeirra sem búa lengra í burtu. Við tókum mynd af hverju barni með hurðinni sinni og ætlum við að nota myndirnar í verkefni í vetur, en í því verkefni ætlum við að læra um nærumhverfi okkar og hvar við eigum heima. Íshópur fór á barnafund á fimmtudaginn þar sem aðal umræðuefnið var matarsóun og hvað við getum gert til þess að minnka hana. Umhverfisnefnd tók þá ákvörðun að í haust yrði byrjað að vinna eftir nýju þema á Naustatjörn. Neysla og úrgangur heitir nýja þemað okkar og leggjum við mikla áherslu á matarsóun og hvernig við sem heild getum spornað gegn henni. Föstudagurinn í þessari viku er síðasti föstudagurinn í mánuðinum og þá er opið á milli deilda. Við lékum okkur með krökkunum á Búðargili um morguninn, fengum andlitsmálningu og enduðum svo á því að vera með afmælissamveru á Huldusteini.

Takk fyrir skemmtilega viku.© 2016 - 2022 Karellen