news

Huldusteinn - jólalögin okkar

09. 12. 2022

Hér koma helstu jólalögin sem við syngjum fyrir krakkana á Huldusteini


Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
Við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
Til að líta gjafir á,
Hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,

Og ég sá mömmu kitla jólasvein
Og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
Hann pabbi minn hefð'ann séð
Mömmu kyssa jólasvein í gær.


Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö,

sjö syni átti Adam.

Adam elskaði alla þá

og allir elskuðu Adam.

Hann sáði, hann sáði,

hann klappaði saman lófunum,

stappaði niður fótunum,

ruggaði sér í lendunum

og snéri sér í hring


Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
Öllum Jólabjöllunum.


Jólasveinar ganga um golf

Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi,

móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi.

:/: Upp á stól stendur mín kanna,

níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna:/:


Í skóginum stóð kofi einn

Í skóginum stóð kofi einn,

sat við gluggann jólasveinn,

þá kom lítið héraskinn

sem vildi komast inn:

"Jólasveinn, ég treysti' á þig,

því veiðimaður skýtur mig."

"Komdu litla héraskinn,

því ég er vinur þinn."

En veiðimaður kofann fann,

jólasveininn spurði hann:

"Hefur þú séð héraskinn

hlaupa' um hagann þinn?"

"Hér er ekkert héraskott.

Hypja þú þig héðan brott."

Veiðimaður burtu gekk,

og engan héra fékk.


Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.


Babbi segir

Babbi segir, babbi segir:

"Bráðum koma dýrðleg jól."

Mamma segir, mamma segir:

"Magga fær þá nýjan kjól."

Hæ, hæ, ég hlakka til

hann að fá og gjafirnar:

Bjart ljós og barnaspil,

borða sætar lummurnar.


Jólasveinninn minn

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér


Snjókorn falla

Snjókorn falla á allt og alla
börnin leika og skemmta sér
nú ert árstíð kærleika og friðar
komið er að jólastund.

Vinir hittast og halda veislur
borða saman jólamat
gefa gjafir - fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag.

Á jólaball við höldum í kvöld
ég ætl'a' kyssa þig undir mistilteini í kvöld
við kertaljóssins log.

Plötur hljóma - söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
bar' ef jólin væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá.

Á jólaball við höldum í kvöld
ég ætl'a' kyssa þig undir mistilteini í kvöld
við kertaljóssins log.

Plötur hljóma - söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
bar' ef jólin væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá.
en hve gaman væri þá,
en hve gaman væri þá.


Snæfinnur snjókall

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hanns:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
-uns hann leit í sólskinið.

© 2016 - 2024 Karellen