news

Huldusteinn - Karíus og Baktus

14. 12. 2022

Kæru foreldrar

Í morgun fengum við heimsókn frá Karíus og Bakrus, sýningu sem sýnd er í Freyvangsleikhúsinu. Þessi sýning var í boði foreldrafélagsins og þökkum við kærlega fyrir okkur. Krakkarnir á Huldusteini stóðu sig ekkert smá vel. Við vorum undirbúnar fyrir að að fara inn með grátandi börn, en svo var ekki. Þau sem urðu eitthvað smeik settust bara í fang og fylgdust alveg hugfangin með þaðan. Þetta var fyrsta uppákoman á sal sem okkar börn taka þátt í og fannst þeim það alveg stórkostlega gaman, það var mikið hlegið og mikið klappað.

Takk fyrir okkur <3

© 2016 - 2023 Karellen