news

Búðargil- Fréttir 27 janúar

27. 01. 2022

Fréttir 27 janúar

Góðan daginn kæru foreldrar

Á þriðjudaginn 18 janúar fórum við öll í skemmtilega ævintýraferð og löbbuðum við hringin í kringum leikskólan með smá útúrdúr. Þetta gékk mjög vel og allir voru spenntir að fara í ævintýraferð, fara í gul vesti og halda í bandið J

Veðrið hefur verið dálítið fjölbreytt þessar síðustu vikur og því er mikilvægt að hafa föt í hólfum barnanna sem hentar öllum veðrum. Gott er að hafa pollaföt og snjógalla og hlý innanundir föt, einnig er gott að hafa fleiri en eitt par af vettlingum, bæði pollavettlinga og snjóvettlinga

Það hefur borið á því síðustu daga að þið hafið verið að skilja stóra og fyrirferða mikla poka ykkar eftir í hólfum barnanna eða á bekknum svo við vitum ekki hver á hvaða poka og hafa þeir verið að safnas upp. Þetta er ekki í boði. Vegna hljóðvista var tekið fyrir það að skilja eftir poka í hólfum barnanna og er mikilvægt að þið takið þá með heim þegar þið tæmið úr þeim á mánudögum. Endilega sýnið þessu skilning.

25. janúar byrjaði Saga hjá okkur á deildinni. Krakkarnir eru allir mjög spenntir að kynnast henni og kennararnir sömuleiðis. Við bjóðum hana og foreldra hennar velkomna í hópinn okkar.

Á morgun föstudaginn 28 janúar er appelsínugulur dagur og verður opið milli deilda

Í næstu viku ætlum við að fara af stað með lesstundir. Þá koma börnin með bók og lesa fyrir hópinn sinn í samveru.

Við munum setja miða í hólfin þeirra þegar þau eiga að koma með bók :)

Einnig er tannverndarvika í næstu viku og þá munum við gera tannverkefni :)

Takk fyrir vikuna

Góða helgi

Þórhalla, Halla, Katý, Bryndís og Marín

© 2016 - 2024 Karellen