news

Búðargil Fréttir í maí

10. 05. 2022

Góðan daginn kæru foreldrar

Síðustu vikur höfum við brasað ýmislegt. Við gerðum vinaverkefni sem heppnaðist mjög vel og má sjá það inn á deild hjá okkur.

Svo máluðum við vatnslitamyndir sem börnunum fannst mjög skemmtilegt.

Einnig erum við byrjuð að fara í fleiri ævintýraferðir og kynnast hverfinu okkar betur.

Við erum mikið úti eins og venjulega og börnin njóta sín vel þar

Í síðustu viku byrjuðum við að æfa okkur að nota hníf við matarborðið og munum við halda áfram í því verkefni

Við fengum heimsókn frá skemmtilegum krökkum úr Brekkuskóla í síðustu viku og fannst börnunum það mjög spennandi og léku sér mikið við þau úti

Sumarið verður tekið í mikla útiveru og ferðir og vonum við að veðrið verði gott hjá okkur

Við viljum einnig benda á að núna megið þið koma inn í skólann í lok dags þó við tökum á móti þeim í forstofunni á morgnanna

kær kveðja Þórhalla, Halla, Katý, Bryndís og Marín :)

© 2016 - 2024 Karellen