news

Búðargil- fréttir 14 desember

14. 12. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar

Nú er vel liðið á desember mánuð og mikið um að vera hjá okkur.

Við erum með jóladagatal sem við opnum á hverjum degi og börnin fara með lög heim með sér þegar þau draga og er það mjög spennandi

Við höfum líka verið að kynna okkur jólasveinana og hvað þeir heita. Frá 12 desember lesum við um einn jólasvein á dag og hengjum upp á vegg. Við erum búin að lesa um Stekkjastaur sem kom fyrstur og Giljagaur sem kom annar og í dag þriðjudag lásum við um Stúf.

Í síðustu viku vorum við með dag sem við köllum jólasveinahúfukakó dag og þá komu allir með jólasveinahúfu. Húfurnar voru mis vinsælar en kakóið og bollurnar slóu í gegn. Það eru komnar myndir af þeim degi inn á karellen J

Við höfum einnig verið á fullu i jólaföndri og að undirbúa jólagjafir til ykkar og stefnum við á að senda heim jólagjafir og jólaföndur á föstudagin 17. Desember

Föstudaginn 17. Desember er jóladagur hjá okkur. Við dönsum í kringum jólatré, höfum smá jólastund og fáum við jólamat í hádegismat. Það er gaman að koma í fínni fötum þann dag . Við höfum líka verið að skreyta deildina okkar og gera kósý hjá okkur

Jólakveðja

Halla, Þórhalla, Katý, Bryndís og Marín

© 2016 - 2022 Karellen