news

Búðargil- fréttir 11 mars

11. 03. 2022

Sælir kæru foreldrar

Síðustu vikur höfum við brasað ýmislegt skemmtilegt. Við máluðum trönumyndir í febrúar og græjuðum bolluvendi fyrir bolludaginn. Einnig vorum við með lesstundir í febrúar sem gengu mjög vel og allir voru mjög spenntir fyrir því að taka þátt í þeim.

Við unnum líka verkefni sem við nefnum Óla prik í lok febrúar. Þá skiptum við hópnum niður eftir borðum og gerðum saman karl. Eitt barn var búkurinn og hausinn, eitt barn var hægri hönd, eitt barn var vinstri hönd og eitt til tvö börn voru fætur eftir því hversu margir voru í hópnum. Svo klippti kennarinn út líkamspartana og börnin lituðu sinn part. Svo settum við hann saman í sameiningu og settum hár og augu og munn á karlinn.

Öskudagurinn var svo núna í byrjun mars og komu allir í skemmtilegum búningum sem enn er verið að tala um

Í þessari viku var einnig fjölmenningarvika og eru öll börnin okkar að þessu sinni frá Íslandi og litum við því íslenska fánann á þriðjudaginn

Við erum byrjuð að fara í ævintýraferðir en færið hefur verið að stríða okkur síðustu vikur en við munum koma sterk inn á næstu viku

Núna er farið að hlýna mikið í veðri og við fögnum því. En þá er mikilvægt að hafa nóg að aukafötum og auka vettlinga. Pollaföt eru orðin aðal fatnaður þessa dagana og það er nauðsynlegt að fara yfir hólfin á hverjum degi og taka heim blaut föt og vettlinga því þau þorna ekki hér yfir nótt.

Eftir mikil covid veikindi er lífið allt á uppleið og vonum að þetta sé allt að koma hjá okkur

Kveðja stelpurnar á Búðargili

© 2016 - 2024 Karellen