news

Búðargil- Jólapóstur 22 desember 2021

22. 12. 2021

Kæru foreldrar

Nú hafa öll börnin klárað fjölskyldutréin sín sem er mjög ánægjulegt

Síðasta föstudag var jóladagur hjá okkur og við komum í fínum fötum og dönsuðum í kringum jólatréið

Það gekk ágætlega hjá okkur að syngja í kringum jólatréið í ár. Ekki alveg eins vel að dansa en það kemur á næsta ári J Við erum búin að setja nokkrar myndir inn á Karellen frá þessum degi

Við fengum svo jólamat í hádeginu og svo fengum við kex og piparkökur í kaffinu

Þessa síðustu viku fyrir jól höfum við verið með mikil rólegheit. Mikill frjáls leikur bæði inni og úti í góða veðrinu

Milli jóla og nýjars verðum við svo inn á Búðargili með kennurum og börnum frá Huldusteini

Þessa daga verður hver dagur skipulagður eftir mætingu barna og starfsfólks og þetta getur þetta haft einhver áhrif á börnin vegna þess að skipulagið verður ekki með eðlilegu sniði

Einnig viljum við minna á að lokað er í leikskólanum 3 janúar 2022 vegna starfsdags

Við á Búðargili viljum óska ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir veturinn sem er að líða. Sjáumst hress á nýju ári

Jólakveðja

Halla, Þórhalla, Katý, Bryndís og Marín

© 2016 - 2022 Karellen