news

Búðargil- Fréttir og lög sem við erum að syngja

17. 01. 2022

Sælir kæru foreldrar

Gleðilegt nýtt ár

Síðustu tvær vikur hafa verið skrautlegar hjá okkur og mikið um veikindi og sóttkví bæði hjá börnum og starfsfólki

Vonandi er þetta allt á réttri leið

Við höfum verið að föndra aðeins á nýju ári, við máluðum flugeldamyndir sem sjá má á veggnum fram á gangi hjá okkur, og í þessari viku erum við að gera þorrakórónur sem við munum vera með á þorrablótinu okkar á föstudaginn

Þorrablótið mun vera mjög einfalt , við verðum inn á deild og fáum grjónagraut og þorrasmakk

Einnig munum við syngja nokkur þorralög sem við höfum verið að æfa okkur í

Á þriðjudaginn í síðustu viku fór Blómahópur í sína fyrstu ævintýraferð. Hún gekk ágætlega en mikil hálka var svo þau fóru ekki langt. Í þessari viku ætlar Stjörnuhópur í ævintýraferð ef ferð leyfir

Ég ætla að setja inn nokkur lög sem við erum að syngja núna

Þórhalla, Halla, Bryndís, Katý og Marín

Það var eitt sinn kónguló

Það var eitt sinn kónguló

Sem hafði átta fætur

Því þurfti hún að fara

Snemma á átta fætur

Fara í skóna

Reima skóna

Á átta fætur

Hún taldi: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta fætur

Trallalla, mhumhumm

Tralllalla, mhmhmhm

Trallalla, mhmhm

Vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér

Þegar allir eru með

Í stórum hóp

Innum hlátrasköll

Geta ævíntýrin skeð

Svo vertu velkomin

Nýji vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér

Þegar allir eru með

Fiskalagið

Nú skulum við syngja um fiskana tvo

Þeir ævi sína enduðu í netinu svo

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Ba ba bú bú ba ba bú ba ba bú bú ba ba bú

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Annar hét Gunnar og hinn hét Geir

Þeir voru pínu litlir báðir tveir

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Ba ba bú bú ba ba bú, ba ba bú bú ba ba bú

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Brunalið, köttur og skógarþröstur

Ba bú Ba bú

Brunabíllinn flautar

Hvert er hann að fara?

Vatn á elda að sprauta

Diss diss diss diss

Gerir alla blauta

Mjá mjá mjámjá

Mjálmar gráa kisa

Hvert eru hún að fara

Út í skóg að ganga

Uss uss uss uss

Skógarþröst að fanga

Bi bí bí bí

Skógarþröstu syngur

Hvert er hann að fara

Burt frá kisu flýgur

Úí úi úí úí

Loftin blá hann smýgur

Húsdýrin

Nú skal syngja um kýrnar

Sem baula hátt í kór

Þær gefa okkur mjólina

Svo öll við verðum stór

Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk

Mö, mö,mö, mö,

Nú skal syngja um hænsnin

Sem gagga endalaust

Þau gefa okkur eggin

Svo öll við verðum hraust

Egg, egg, egg, egg, egg

Ga ga gó gagag gagag gó

Nú skal syngja um lömbin

Sem jarma sætt og blítt

Þau gefa okkur ullina

Svo okkur verði hlýtt

Ull, ull, ull, ull, ull

Me me me, me me me me meee

Froskurinn, apinn og eðlan

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag

Ding dong, sagði lítill grænn froskur

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag og svo líka ding dong spojjjojojjoo

King kong sagði stór svartur api einn dag

King kong sagði stór svartur api

King kong sagði stór svartur api einn dag

Og svo líka king kong ojojoojojo

mm-e sagði lítil græn eðla einn dag

mm-e sagði lítil græn eðla

mm- e sagði lítil græn eðla einn dag

og svo líka mm- eeeeee

Sex litlar endur

Sex litlar endur þekki ég

Fimm eru mjóar og ein er sver

Ein þeirra vappar og sperrir stél

Fremst í flokki og segir kvakk kvakk kvakk

Segir kvakk kvakk kvakk

Niður með sjónum vilja þær

Vagga vibbe vabbe vibbe vabbe til og frá

Ein þeirra vappar og sperrir stél

Fremst í flokki og segir kvakk kvakk kvakk

Segir kvakk kvakk kvakk

Hérahjónin

Upp á grænum grænum

Himin háum hól

Sá ég hérahjónin ganga

Hann með trommu bom bom bomborom bom bom

Hún með fiðlu sér við vanga

Þá læddist að þeim ljótur byssukall

Sem miðaði í hveli

En hann hitti bara trommuna

Sem small og þau hlupu og héldu velli

Með vindinum þjóta skúraský

Með vindinum þjóta skúraský

Drýpur drop drop drop

Drýpur drop drop drop

Og droparnir hnígja og detta á ný

Drýpur drop drop drop

Drýpur drop drop drop

Nú smá blómin vakna eftir vetrarblund

Drýpur drop drop drop

Drýpur drop drop drop

Þau augun sín opna, er grænkar grund

Drípur drop drop drop

Drípur dorp drop drop

Skýin

Við skýjin felum ekki sólina af illgirni

Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna

Við sjáum ykkur hlaupaaaaúúí

Í rokinu

Klædd gulum, rauðum, grænum og bláum regnkápum

Eins og regnbogi meistarans

Regnbogi meistarans

Við skýin erum bara grá, bara grá

Á morgun kemur sólin hvar verðum við skýin þá ?

Þorraþræll

Nú er frost á fróni

Frís í æðum blóð

Kveður kuldaljóð

Kári í jötunmóð

Yfir laxalóni

Liggur klakaþil

Hlær við hríðar bil

Hamragil

Marar báran blá

Brotnar þung og há

Unnar steinum á

Yggld og grett á brá

Yfir aflatjóni

Æðrast skipstjórinn

Harmar hlutin sinn

Hásetinn

Karl gekk út um morguntímann

Karl gekk út um moguntímann

taldi alla sauði sína

einn og tveir og þrír og fjórir

allir voru þeir

með höndunumgerum við

klapp, klapp, klapp

með fótunum gerum við

stapp, stapp, stapp

einn tveir þrír

ofurlítið spor

einmitt á þennan hátt

er leikur vor

Það var einu sinni api

Það var einu sinni api

Í ofsa góðu skapi

Hann þoldi ekki sultinn

Og fékk sér bananna (smell, smell)

Bananana( smell, smell)

Banana, banana, bananna(smell , smell)

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti

Kallar á nafna sinn

Ég fann höfuð af hrúti

Hrygg og gæruskinn

Komdu nú og kroppaðu með mér

Krummi nafni minn

Komdu nú og kroppaðu með mér krummi nafni minn

Risatröll

Hérna koma nokkur risatröll HÓ HÓ

Þau öskara svo það bergmálar um fjöll HÓ HÓ

Þau ramma yfir þúfurnar

Svo fljúga burtu dúfurnar

En bakvið fjöllin liggur sólin í leyni

Hún skýn á þau svo verða þau að steini

© 2016 - 2022 Karellen