news

Vor- og grænfánahátíð

12. 06. 2020

Sæl og blessuð

í ár verður vorhátíðin okkar með öðrum hætti en verið hefur undanfarin ár. Í ár höldum við grænfánahátíð og vorhátíð saman daginn þann 16. júní og það verða engir foreldrar aðeins börn og starfsfólk.

Við ætlum að hittast við fánastangirnar og flagga íslenska -og grænfánanum okkar kl. 10 og þar syngjum við nokkur lög.

Síðan ætlum við í skrúðgöngu í garðinum og þá syngjum við 17. júní lagið.

Kl. 11.30 grillum við pylsur og fáum íspinna í eftirrétt.

Kl. 14.00 koma svo tveir nemendur frá VMA í heimsókn og syngja nokkur lög úr leikritinu Tröll sem þau sýndu fyrr í vetur og sprella eitthvað með börnunum. Þetta atriði er í boði foreldrafélagsins.

Svo óskum við bara eftir góðu veðri þennan dag.

© 2016 - 2020 Karellen