news

Uppfært skóladagatal 2020-2021

08. 02. 2021

Skóladagatal vegna skólaársins 2020 - 2021 hefur enn og aftur verið uppfært og er ástæðan sú að ekki verður af námsferð starfsmannahópsins til Brighton í apríl. Í stað tveggja skipulagsdaga sem áætlaðir voru 21. - 23. apríl n.k. verður miðvikudagurinn 21. apríl færður á haustönn 2021 en áfram verður skipulagsdagur föstudaginn 23. apríl, daginn eftir sumardaginn fyrsta en þann dag er skólinn líka lokaður. Jafnframt er búið að taka út opinn dag í tilefni dags leikskólans þann 6. febrúar auk þess sem öll fjölskylduboð eru tekin út vegna takmarkana í skólastarfi.

Hér er tengill á uppfært skóladagatal http://naustatjorn.karellen.is/167-naustatjorn.kar...

Foreldraráð hefur samþykkt þessar breytingar á skóladagatali.

© 2016 - 2021 Karellen