news

Tilkynning vegna sóttvarnaraðgerða í leik- og grunnskólum Akureyarbæjar

02. 10. 2020

Góðan daginn ágætu foreldrar.

Fræðslustjóri hefur sent út tilkynningu vegna sóttvarnaraðgerða í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar til að tryggja sem mest öryggi allra sem að skólunum koma.

Tilkynningin hefur verið send til ykkar í tölvupósti og ég bið ykkur um að kynna ykkur innihaldið.

Frá mánudeginum 5. október hefjum við í Naustatjörn móttöku og brottför barnanna í forstofum skólans líkt og gert var í vor, við gætum sérlega vel að eins metra reglunni og biðjum ykkur foreldra jafnframt um að vera meðvituð um fjarlægðarmörk í forstofum skólans.

© 2016 - 2021 Karellen