news

Skólastarfið í febrúar.

13. 01. 2021

Góðan daginn ágætu foreldrar.

Það er aldeilis margt sem er á skóladagatali febrúarmánaðar; dagur leikskólans, afa- og ömmu kaffi, leiksýning kennara á Karíusi og Baktusi, öskudagur og opið á milli deilda. En í ljósi takmarkana á skólastarfi verður fyrirkomulagið í ár með óhefðbundu sniði. Ekki verður tekið á móti gestum, hvorki á degi leikskólans né í afa- og ömmukaffi auk þess sem deildir/hólf sjá hvert um sína útgáfu af Karíusi og Baktusi, á öskudegi og einnig verður opið á milli deilda innan hvers hólfs þetta ári.

Börnin munu teikna myndir í tilefni dags leikskólans og ganga í hús og stinga myndunum inn um bréfalúgur til að gleðja nágranna og minna í leiðinni á leikskólastigið.

© 2016 - 2021 Karellen