news

Skipulagsdagur 25. maí - skólinn er lokaður

07. 05. 2020

Breyta þurfti skóladagatali vorannar töluvert vegna ástandsins í samfélaginu, eðlilega frestaðist námsferð starfsmanna sem átti að vera dagana 22. – 26. april, jafnframt var kennarafundi sem átti að vera 4. maí frá 14:00-16:00 frestað.

Fræðsluyfirvöld hafa þegar samþykkt að færa megi einn skipulagdag af þessari vorönn yfir á næsta skólaár. Þá eru eftir einn skipulagsdagur og einn tveggja tíma kennarafundur. Foreldaráð hefur samþykkt nýja tillögu vegna þessara daga. Því er skipulagsdagur haldinn mánudaginn 25. maí og er skólinn lokaður þann dag. Þessi dagur mun nýtast vel í skipulagningu og undirbúning á inntöku nýrra barna og flutnings barna á milli deilda, einnig verður sumarstarfið undirbúið, endurmat á þessum sérstaka vetri verður líka unnið.

© 2016 - 2020 Karellen