news

Nýtt tímabil í framkvæmdaáætlun Jákvæðs aga er hafið

08. 01. 2020

Nýtt tímabil í framkvæmdaáætlun Jákvæðs aga hófst fimmtudaginn 2. janúar og nær til föstudagsins 221. febrúar.

Kennarar vinna markvisst með eftirfarandi verkfæri:

­Eigðu gæðastundir með nemendum.

Finnum leiðir þar sem við getum gefið nemendum gæðastund, annað hvort þar sem það er einn kennari með nemanda eða einn kennari með fámennum hópi nemenda. Hægt er að spjalla saman, kúra saman og skoða bækur eða leika sér í rólegu og notalegu umhverfi.

­Óskaðu eftir aðstoð

Ef kennarar upplifa að þeir ráði ekki við aðstæður eða þá að þeir þurfa tíma til að ná jafnvægi (heilinn í hendi okkar) eiga þeir hiklaust að kalla á aðstoð samstarfsfélaga í samskiptum við nemendur.

­Búðu til leiki

Nemendum finnst gaman í leikjum, því er upplagt fyrir kennara að búa til leiki sem æfa ýmsa grunnþætti Jákvæðs aga. Leikir geta einnig bara verið til gamans, þar sem skapað er andrúmsloft jákvæðni, gleði og virðingar í hópnum.

­Hugsaðu vel um þig

Kennarar þurfa að vera í jafnvægi og tilbúnir í krefjandi, lifandi og skemmtilegt starf með nemendum. Því er mikilvægt að gæta að sjálfum sér, gæta að hvíld, hreyfingu og matarræði svo nemendur fái bestu kennarana hverju sinni.

­Faðmlög, faðmlög, faðmlög

Gefum nemendum okkar faðmlög, hvort sem þeir eru í jafnvægi eða þegar þeim líður illa. Þeir finna að þeir skipta okkur máli. Faðlag getur líka dregið úr spennu og vanlíðan hjá nemendum. Faðmlag getur gefið nemendum meira en mörg orð á stundum. Munum að nemendum gengur betur þegar þeim líður vel.

­Segðu „Nei“ í hófi.

Stundum koma upp atvik þar sem einfaldast og réttast er að segja „Nei“. Þegar við segjum „Nei“ segjum við það með ákveðni, festu og virðingu en sleppum öllum rökræðum.

© 2016 - 2024 Karellen