news

Lesdrekinn okkar

29. 10. 2019

Læsisnefnd Naustatjarnar er nú fjórða árið í röð að fara af stað í samstarfsverkefni með ykkur foreldrum þar sem markmiðið er að hvetja til lesturs bóka fyrir börnin heima fyrir og gera þann lestur sýnilegan.

Í tengslum við dag íslenskrar tungu sem er 16. nóvember er hugmyndin sú að allan nóvembermánuð skrái foreldrar á pappírshringi sem börnin hafa klippt út í skólanum, nafn bókar sem lesin er og aldur barnsins sem lesið er fyrir. Hjá eldri börnunum er skráð nafn bókar, nafn höfundar og aldur barns. Nafn barns er ekki skráð. Börnin koma svo með hringina í skólann og eru þeir hengdir upp á vegg hjá Lesdrekanum en markmiðið er að ná sem lengstum lesdreka, þ.e. að safna sem flestum hringum sem mynda búk drekans. Lesdrekarnir verða tveir, í leikskólabyggingunni og í grunnskólabyggingunni.

Ef áhugi er hjá eldri börnunum að hlusta á framhaldssögur sem taka nokkra daga í lestri er lítið mál að skrifa fjölda blaðsíðna sem lesin er hverju sinni á pappírshring dagsins.

Eftir að tímabilinu lýkur munu lesdrekarnir hanga uppi í skólanum og vera til sýnis í einhvern tíma svo hægt sé skoða þá. Læsisnefnd vonar að foreldrar taki vel í þetta skemmtilega verkefni.

© 2016 - 2020 Karellen