news

Jólaverkstæði Naustatjarnar

27. 11. 2019

Föstudaginn 6. desember er Jólaverkstæðið okkar. Þennan dag er foreldrum boðið að koma og eiga góða stund með börnunum fyrir jólin og er þetta hugsað sem gæðastund fyrir barn og foreldra. Vegna rýmis er ekki hægt að taka á móti mörgum gestum með hverju barni. Tímar sem eru í boði eru milli kl. 09:30-11:00 eða á milli kl. 14:00-15:30. Þrjú verkefni eru í boði. Sama verkefni verður á Fífilbrekku og Sunnuhvoli, annað verkefni verður á Tjarnarhóli og þriðja verkefnið verður á Vökuvöllum. Að sjálfsögðu ráða foreldar hvort farið er í eitt eða fleiri verkefni, það ræðst af þeim tíma sem foreldrar hafa og áhuga barnanna. Á Búðargili og Huldusteini hafa börnin athvarf sem ekki eru að föndra með foreldrum sínum. Kaffihús er svo í sal en börnin munu baka enigferkökur fyrir Jólaverkstæðið. Markmiðið með kaffihúsinu er að skapa rólega og notalega stund þar sem börn og foreldrar sitja saman við borð og gæða sér á veitingum, óskað er eftir því að börnin sitji hjá foreldrum sínum en séu ekki að hlaupa um salinn.

© 2016 - 2020 Karellen