news

Jólakveðja

23. 12. 2020

Kæru foreldrar.

Við óskum ykkur, börnunum okkar og systkinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og á tímum sem þessum þar sem miklar takmarkanir á skólastarfi eru er ómetanlegt að finna fyrir skilningi og stuðningi frá ykkur og segjum við takk kærlega fyrir okkur.

Við hlökkum svo til að hefja nýtt ár með þá von í brjósti að það styttist í hefðbundið skólastarf. Naustatjörn opnar aftur þriðjudaginn 5. janúar því kennarar skipuleggja vorönn skólans mánudaginn 4. janúar.

© 2016 - 2021 Karellen