news

Huldusteinn - vikan 8. - 12. nóvember

12. 11. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar

Vikan var mjög skemmtileg hjá okkur á Huldusteini. Á mánudaginn var hópastarf og við byrjuðum að föndra jólaskraut. Við máluðum köngla, límdum jólabjöllur á og hengdum upp inn á deild. Við erum hægt og rólega farin að huga að jólunum og bráðlega förum við að syngja jólalög í söngstund. Það er mikill spenningur á deildinni fyrir snjónum og erum við búin að leika okkur mikið úti í þessari viku. Þriðjudagurinn var mjög rólegur hjá okkur en það eru búin að vera mikil veikindi að ganga hjá okkur og lítil mæting hefur verið. Á fimmtudaginn fór Drekahópur í ævintýraferð og héldum við áfram að heimsækja húsin okkar. Þessi ferð var fyrsta ferðin þetta árið sem við löbbuðum í hálku og snjó. Ferðin var pínu strembin en við ætlum að vera dugleg að æfa okkur. Í söngstundinni héldum við upp á eitt afmæli og fengum svo kjöt í karrí í hádegismat. Þessi vika hefur verið mjög köld, við höfum verið að klæða okkur mjög vel og er mikilvægt að allir séu með góða vettlinga og húfu. Í næstu viku er útlit fyrir blautt veður og þá væri mjög gott að vera með pollaföt og stígvél.

Takk fyrir vikuna sjáumst hress á mánudaginn.

© 2016 - 2024 Karellen