news

Fréttir - Huldusteinn 22. -26. nóvember

26. 11. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar

Síðust tvær vikur hafa verið frekar rólegar hjá okkur á Huldusteini. Það eru flest allir komnir aftur eftir veikindi og erum við hægt og rólega að komast aftur í hefðbundna rútínu. Íshópur fór í ævintýraferð í seinustu viku og Drekahópur í þessari viku. Við höfum verið dugleg að fara á barnafundi og var umræðan þessa viku um vináttuna. Við erum að æfa okkur að vera góð við hvort annað og leika okkur fallega. Drekahópur æfði sig einnig í því að láta málsteininn ganga, sá sem er með málsteininn fær orðið á meðan hinir hlusta. Við erum búin að setja upp smá jólaskraut á deildina okkar og í næstu viku ætlum við að byrja á jóladagatalinu okkar. Við erum farin að hlusta á jólalög og erum að reyna að æfa okkur að syngja þau í söngstund. Jólaföndrið er byrjað á fullu og í næstu viku setjum við upp jólaverkstæði þar sem nemendur á Huldusteini og Búðargili fá að föndra eitthvað skemmtilegt jólaföndur saman.

Takk fyrir skemmtilegar vikur

© 2016 - 2024 Karellen