news

Búðargil- Lög sem við syngjum í leikskólanum

06. 10. 2021

Sælir kæru foreldrar.

Við erum mikið að syngja í leikskólanum og börnunum finnst það mjög gaman.

Þau hafa verið mjög fljót að læra lögin og eru mjög líklega að syngja þau mikið heima.

Hérna koma nokkur lög sem við erum mikið að syngja núna.

Vona að þið hafið gaman að


Naustatjörn, ó Naustatjörn

(lag gamli nói)

Naustatjörn, ó Naustatjörn

Já það er skólinn minn

Þar er gott að vera

Ýmislegt að gera

Naustatjörn og Naustatjörn

Það er skólinn minn


Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát

Og síðan á sjóinn ég sigli með gát

Og bátuinn vaggar og veltist um sæ

Ég fjörugum fiskum með færinu næ.


Tombai

Tombai,tombai, tombai, tombai

Tombai, tombai

Don, diri, don diri, diri diri don

Tra la la la al tra la la al, tra la la, la hei


Það var eitt sinn kónguló

Það var eitt sinn kónguló

Sem hafði átta fætur

Því þurfti hún að fara

Snemma á átta fætur

Fara í skóna

Reima skóna

Á átta fætur

Hún taldi: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta fætur

Trallalla, mhumhumm

Tralllalla, mhmhmhm

Trallalla, mhmhm


Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman

Þar leika allir saman

Leika úti og inni

Og allir eru með

Hnoða leira og lita

Þið ættuð bara að vita

Hvað allir eru duglegir

Í leikskólanum hér


Dagar og mánuðir

Sunnudagur, mánudagur

Þriðjudagur, miðvikudagur

Og fimmtudagur, föstudagur

Og laugardagur, þá er vikan búin

Janúar, febrúar

Mars, apríl, maí,júní, júlí ,ágúst

September, október

Nóvember og desember


Vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér

Þegar allir eru með

Í stórum hóp

Innum hlátrasköll

Geta ævíntýrin skeð

Svo vertu velkomin

Nýji vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér

Þegar allir eru með


Einn lítill, tveir litlir fingur

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur

Fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir fingur

Sjö litlir, átta litlir, níu litlir fingur

Tíu litlir fingur á börnum


Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar

Eru í skessuleik

Má ég ekki mamma

Með í leiki þramma

Mig langar svo, mig langar svo

að lifta mér á kreik

Allir krakkar, allir krakkar

Eru að fara heim

Heim til pabba og mömmu

Líka afa og ömmu

Allir krakkar, allir krakkar

Eru að fara heim


Fiskalagið

Nú skulum við syngja um fiskana tvo

Þeir ævi sína enduðu í netinu svo

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Ba ba bú bú ba ba bú ba ba bú bú ba ba bú

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Annar hét Gunnar og hinn hét Geir

Þeir voru pínu litlir báðir tveir

Þeir syntu og syntu og syntu um allt

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt

Ba ba bú bú ba ba bú, ba ba bú bú ba ba bú

En mamma þeirra sagði vatnið er kalt


Kubbahús við byggjum brátt

Kubbahús við byggjum brátt

Báðum lófum smellum hátt

Kubbum röðum sitt á hvað

Hver vill eiga það

(börn segja ) Ég


Kalli litli könguló

Kalli litli könguló klifrar upp í tré

Þá kom regnið og kalli litli datt

Upp kom sólin og þerraði hans kropp

Kalli litli könguló klifrar upp á topp


Kalli litli könguló klifrar upp í rúm

það er komin nótt og allt er orðið hljótt

mamma kemur og kyssir góða nótt

Kalli litli könguló sefur vært og rótt


Það er gaman að vera saman

Það er gaman að vera samn

Vera saman, vera saman

Það er gaman að vera saman

Þá líður okkur vel

Vinur þinn er vinur minn

Og vinur minn er vinur þinn

Það er gaman að vera saman

Þá líður okkur vel


Brunalið, köttur og skógarþröstur

Ba bú Ba bú

Brunabíllinn flautar

Hvert er hann að fara?

Vatn á elda að sprauta

Diss diss diss diss

Gerir alla blauta

Mjá mjá mjámjá

Mjálmar gráa kisa

Hvert eru hún að fara

Út í skóg að ganga

Uss uss uss uss

Skógarþröst að fanga

Bi bí bí bí

Skógarþröstu syngur

Hvert er hann að fara

Burt frá kisu flýgur

Úí úi úí úí

Loftin blá hann smýgur


Húsdýrin

Nú skal syngja um kýrnar

Sem baula hátt í kór

Þær gefa okkur mjólina

Svo öll við verðum stór

Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk

Mö, mö,mö, mö,

Nú skal syngja um hænsnin

Sem gagga endalaust

Þau gefa okkur eggin

Svo öll við verðum hraust

Egg, egg, egg, egg, egg

Ga ga gó gagag gagag gó

Nú skal syngja um lömbin

Sem jarma sætt og blítt

Þau gefa okkur ullina

Svo okkur verði hlýtt

Ull, ull, ull, ull, ull

Me me me, me me me me meee


Út um mó

Úti um mó, inn í skóg

Upp í hlíð í grænni tó

Þar sem litlu berin lyngi vaxa á

Tína , tína tína má


Froskurinn, apinn og eðlan

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag

Ding dong, sagði lítill grænn froskur

Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag og svo líka ding dong spojjjojojjoo

King kong sagði stór svartur api einn dag

King kong sagði stór svartur api

King kong sagði stór svartur api einn dag

Og svo líka king kong ojojoojojo

mm-e sagði lítil græn eðla einn dag

mm-e sagði lítil græn eðla

mm- e sagði lítil græn eðla einn dag

og svo líka mm- eeeeee


Afi minn og amma mín

Afi minn og amma mín

Út á bakka búa

Þau eru bæðisæt og fín

Þangað vil ég fljúga


Afi minn og amma mín

fóru út að hjóla

afi datt í drullupoll og

amma fór að spóla


Gráðug Kerling

Gráðug kerling

Hitaði sér velling

Og borðaði

Nam nam nam

Síðan sjálf

Jam jam jam

Af honum heilan helling

Svangur kallinn

Var alveg dolfallinn

Og starði svo

Sko sko sko

Heilan dag

O ho ho

Ofan í tóman dallinn

Aumingja karlinn


Sex litlar endur

Sex litlar endur þekki ég

Fimm eru mjóar og ein er sver

Ein þeirra vappar og sperrir stél

Fremst í flokki og segir kvakk kvakk kvakk

Segir kvakk kvakk kvakk

Niður með sjónum vilja þær

Vagga vibbe vabbe vibbe vabbe til og frá

Ein þeirra vappar og sperrir stél

Fremst í flokki og segir kvakk kvakk kvakk

Segir kvakk kvakk kvakk


Bangsi lúrir (lag: allir krakkar)

Bangsi lúrir, bangsi lúrir

Bæli sínu í

Hann er stundum stúrinn

Stirður eftir lúrinn

Að hann sofi, að hann sofi

Enginn treystir því

( allir sofna í endann og vekja svo kennarnn rólega í endann)


Um landið bruna bifreiðar

Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar

Bifreiðar

Með þeim við skulum fá oss far

Og ferðast hér og þar

Ba bú ba bú

Tra la la la la la la la

Ba bú ba bú

Tra la la la la

Um loftin fljúga flugvélar flugvélar

Flugvélar

Með þeim við skulum fá oss far

Og ferðast hér og þar

Ba bú ba bú

Tra la la la la la la la

Ba bú ba bú

Tra la la la la

Um höfin sigla skúturnar skúturnar skúturnar

Skúturnar

Með þeim við skulum fá oss far

Og ferðast hér og þar

Ba bú ba bú

Tra la la la la la la la

Ba bú ba bú

Tra la la la la


Hérahjónin

Upp á grænum grænum

Himin háum hól

Sá ég hérahjónin ganga

Hann með trommu bom bom bomborom bom bom

Hún með fiðlu sér við vanga

Þá læddist að þeim ljótur byssukall

Sem miðaði í hveli

En hann hitti bara trommuna

Sem small og þau hlupu og héldu velli


Filli

Filli í fýlu, filli í fýlu

Púki er, púki er

Hann er alltaf að reyna, hann er alltaf að reyna

Að troða sér í börnin hér

Filli brosir, filli brosir

Glaður er, glaður er

Hann er alveg að reyna, hann er alveg að reyna

Að koma sér í börnin hér


Hver var að hlæja

Hver var að hlæja

Þegar ég kom inn?

Kannski það hafi verið kötturinn?

Jæja nú jæja, látum hann hlæja

Kannski hann hlæji ekki í annað sinn(x2)


Einn og tveir og þrír

Einn og tveir og þrír

Fjórir, fimm og sex

Sjö, átta og níu

Við teljum upp að tíu

Trallala la la tralla la la la tralla la la la la


Datt í kolakassann

.... datt í kolakassa hæfaddí rí faddi rallalla

... átti að vera að passa hann hæfaddí rí faddi rallalla

Ef að ... vissi það þá yrði hann alveg stein hissa

hæfaddí rí faddíra hæfaddírífaddírallalla


Nammilagið

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmí

Rosalegt fjör yrði það

Ég halla mér aftur með tunguna út

E e e e e e e

Rosalegt fjör yrði þá

Ef snjórinn væri úr sykurpúða og poppi

Rosalegt fjör yrði það

Ég halla mér aftur með tunguna út

E e e e e e e

Rosalegt fjör yrði þá

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó

Rosalegt fjör yrði þá

Ég halla mér aftur með tunguna út

E e e e e e ee

Rosalegt fjör yrði þá


Dúkkan hennar dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt sótt sótt

Hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt fljótt fljótt

Læknirinn koma með sina tösku og sinn hatt

Og bankaði á hurðina ratt tatt tatt tatt tatt

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus

Hún strax skal í rúmið og ekkert raus

Hann skrifaði á miða hvaða pillu hún skildi fá

Ég kem aftur á morgun ef hún er veik þá


Ljónalagið

Langt inn í skóginum

Þar búa ljónin

Ljónamamma, ljónapabbi

Og litil ljónsi fljónsi

Arr sagði ljónamamma

Arr sagði ljómapabbi

En hann litli ljónsi fljónsi sagði bara mjá


Kær kveðja kennarar Búðargils

© 2016 - 2024 Karellen