news

Búðargil- Fréttir

02. 11. 2021

Góðan dag


Við höfum farið hægt af stað í starfinu okkar
og leggjum mikla áherslu á að kynnast hvort öðru.

Við erum þó farin af stað í hópastarfi. Síðustu
vikur höfum við verið að stimpla hendur, mála fjölskyldutréin okkar, teikna
sjálfsmynd og lita bangsa. Þetta gengur allt mjög vel hjá okkur

Í síðustu viku var mikið um að vera hjá okkur,
það var náttfata og bangsadagur á miðvikudaginn, þann dag máttum við koma í
náttfötum og koma með bangsana okkar. Það var mikið fjör þennan dag þar sem við
opnuðum milli Huldusteins og Búðargils og lékum við okkur saman fyrir hádegi. Við
enduðum svo á smá náttfata balli sem var mjög gaman.

Á föstudaginn sem var síðasti föstudagurinn í
mánuðinum var opið milli Huldusteins og Búðargils aftur og þá fengu þeir sem
vildu andlitsmálingu.

Við höfum líka verið mikið úti síðustu vikur
og finnst okkur það mjög gaman.

Í þessari viku ætlum við að gera andlitsmósaík
þar sem við prentum mynd af börnunum í tvíriti önnur svarthvít og hin í lit og
límum augu, nef og munn í lit á
svarthvítu myndina. Þetta verkefni tengist námsmarkmiðinu samfélag og menning
og við tveggja ára aldur erum við að vinna með „Ég og fjölskyldan mín“. Fjölskyldutréið okkar er einnig bein tenging við
þetta námsmarkmið. Því er mjög mikilvægt að koma með myndir á tréin J Við leggjum
mikla áherslu á að börnin þekki sjálfan sig og fjölskyldu sína og erum við því
oft að spyrja hvað mamma og pabbi heita.

Við á Naustatjörn höfum verið í
grænfánaverkefninu núna í nokkur ár og höfum fengið grænfánaviðurkenningu 8
sinnum J við veljum okkur nýtt þema á tveggja ára fresti og þemað sem við
völdum núna er neysla og úrgangur. Við munum meðal annars leggja mikla áherslu
á að sporna gegn matarsóun, einnig höfum
við lagt mikið upp úr því að flokka og passa umhverfið okkar með því að vera
ekki að henda rusli. Við munum ekki fara mjög djúpt í þetta með okkar deild en
þegar þau fara á eldri deildir verður fræðslan meiri.

Bestu kveðjur frá stelpunum á Búðargili

© 2016 - 2024 Karellen