news

Baráttudagur gegn einelti / Dagur Jákvæðs aga

08. 11. 2019

Í dag er baráttudagur gegn einelti. Við höldum þennan dag líka hátíðlegan sem dag Jákvæðs aga. Við leggjum mikið upp úr góðvild og gagnkvæmri virðingu í samskiptum barna og fullorðina og sjáum því að barátta gegn einelti og jákvæð og góð samskipti vinna saman.

Unnið hefur verið með vináttu líkt og gert er alla daga. Börnin hafa velt fyrir sér hvað sé að vera vinur, hvernig hægt er að vera góður vinur, þau hafa teiknað og sungið og æft sig sérstaklega í þvi að vera góð og tillitsöm hvert við annað.

© 2016 - 2020 Karellen