news

Aðlögun nýrra barna á tímum Covid-19

13. 08. 2020

Þar sem við getum ekki tryggt 2 metra regluna á meðan aðlögun fer fram þurfa foreldrar að bera grímur í aðlögun nýrra barna, þeir þurfa einnig að gæta að hámarks sóttvörnum með handþotti og sprittun. Við biðjum foreldra að sýna börnunum grímurnar áður en aðlögun hefst, jafnvel að hafa æfingu heima fyrir svo þau hræðist ekki foreldri sitt með grímu. Foreldrar koma með sínar grímur sjálfir. Fyrst og fremst viljum við ekki þurfa að grípa til þeirra aðgerða að þurfa að fresta aðlögun. Aðlögunarplanið okkar hefur breyst örlítið við höfum minnkað viðveru foreldra og breytt aðeins tímasetningum.

Allar nánari upplýsingar veita deildarstjórar

© 2016 - 2024 Karellen